DigiSign er skjáumsjónarkerfi sem gerir notandanum kleift að útbúa sinn eigin myndræna upplýsingaskjá.
Rauntímaupplýsingingar svo sem veður, færð á vegum, fréttir, ásamt efni úr uppýsingakerfum notandans, eru birtar á myndrænan hátt, og endurnýjast sjálfkrafa.
Við höfum sérhannað íslenskt veðurviðmót, 2ja, 3ja eða 5 daga spár.
Við höfum einnig hannað viðmót sem sækir ýmsar upplýsingar úr skýinu, t.d. frá þjóðvegaskiltum Vegagerðarinnar, flugferðir og fréttir/stöðu í sportinu.
DigiSign hugbúnaðurinn er notendavænn, og kennslumyndbönd eru hér á vefsvæðinu.
Það er mjög gott að horfa á fyrstu myndböndin til að komast af stað.
Svo er gott að geta leitað í þau til upprifjunar.
Að sjálfsögðu bjóðum við upp á þá þjónustu að hugsa um skiltin þín frá a til ö. Hafðu samband og fáðu tilboð í þjónustusamning.