Íhlutir

 

 

Hugbúnaðurinn býr yfir fjölda íhluta sem auðvelda útlitshönnun og virkni.

Hér er yfirlit yfir þá helstu.

  • XML lesari.  Birtu upplýsingar frá hvaða gagnagrunni sem er, sem getur gefið frá sér XML.
  • QR kóði.  Breyttu upplýsingum í QR kóða svo áhorfandinn geti skannað með snjallsíma.  Frábær leið til að koma símanúneri, vefslóð eða bara brandara til áhorfandans.
  • Facebook tenging.  Birtu myndir úr Facebook albúmum eða Atburðir(events).
  • HTML sýn.  Sækir vefsíðu eða hluta af vefsíðu, og birtir á skjánum.
  • Twitter tenging.  Tístu upplýsingum beint inn á skjáinn, úr símanum, tölvunni, eða leyfðu viðskiptavininum að tísta á skjáinn.
  • RSS flæði.  Fréttastraumur frá fréttasíðum, eigin síðu, eða sérsniðið RSS, með föstum textum.
  • Media RSS / Podcast.  Fréttastraumur frá sjónvarpsstöðvum svo sem CNN.
  • Veðurspá, sérsniðin fyrir Ísland.  Þú velur spásvæði, og færð spána fyrir daginn í dag og morgundaginn frá Veðurstofu Íslands.
  • Wefmyndavél.  Tengdu vefmyndavél við skiltið, og birtu mynd frá henni á skjánum.
  • Live TV.  Bein tenging við myndútsendingar, frá gervihnetti, í gegnum kapal, eða loftnet.
  • Klukkan bæði forsniðin og sérsniðin.  Fjöldinn allur af forsniðnum klukkum. Sérsníðum klukkur fyrir þá sem vilja.
  • Texta box.  Vinnur beint með texta á skiltinum.
  • Snertiskjáir.  Einfalt að hanna eigin kiosk lausnir.  Virkjaðu gagnvirknina og leyfðu viðskiptavininum að snerta.
HTML Snippets Powered By : XYZScripts.com